Nú er ljóst að það verða ÍR og GRV sem leika í efstu deild næsta sumar í kvennaknattspyrnunni. ÍR hafði betur gegn Hetti 9:0 í tveimur leikjum og GRV vann Völsung 7:2 í tveimur leikjum. ÍR og GRV voru bæði í A-riðli, enduðu í tveimur efstu sætum riðilsins en í þriðja sæti varð ÍBV.