Lögreglumenn fóru í eftirlitsferð á skemmtistaðinn 800 bar á Selfossi aðfaranótt síðastliðins sunnudags.

Þar stóðu þeir afgreiðslumann á bar að selja manni 18 ára gömlum manni áfengi en eins og kunnugt er þá má ekki selja yngri en 20 ára áfengi. Þremur unglingsstúlkum var vísað út úr húsinu vegna þess að þær höfðu ekki náð 18 ára aldri.