Selfoss fær sameinað lið Siglufjarðar og Leifturs Ólafsfirði í heimsókn og er leikurinn ákaflega mikilvægur í harðri baráttu á toppi 1 deildarinnar í knattspyrnunni.
Mikið verður um fjör og stemmningu á leiknum og eru stuðningsmenn Selfoss hvattir til að mæta snemma á leikinn. Heiðursgestir á leiknum verða Selfyssingurinn Einar Guðmundsson þjálfari unglingalandsliðsins í handbolta og 4 liðsmenn hans úr Selfoss, þeir Guðmundur Árni, Ragnar, Bjarki og Einar Héðins en þeir náðu frábærum árangri á dögunum