Í kvöld fara fram fjórir leikir í 1. deild karla. Toppbaráttan er í algleymingi, þrjú lið berjast um tvö sæti, Stjarnan, sem er í þriðja sæti, Selfoss í öðru sæti og ÍBV í því efsta en ÍBV hefur verið í efsta sæti í allt sumar. Ef allt gengur upp, gæti ÍBV verið öruggt með sæti í úrvalsdeild eftir leiki kvöldsins og hugsanlega nánast öruggt með efsta sætið. Samt spilar ÍBV ekki í kvöld.