Valnefnd í Mosfellsprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi í gær að leggja til að sr. Ragnheiður Jónsdóttir verði ráðin sóknarprestur í prestakallinu. Átta umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 15. október næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Kjalarnesprófastsdæmis.