Viðar Örn Kjartansson og Sigurður Eyberg Guðlaugsson voru á dögunum valdir í u-19 ára landslið Íslands sem keppir tvo landsleiki við Norður Írland 8. og 10. september. Þetta er frágær árangur hjá þessum efnilegu strákum og eru þeir vel að þessu vali komnir. Viðar hefur verið í u-17 ára landsliðinu, en Siggi er í fyrsta sinn valinn í landslið og ber það vitni um framfarinar sem hafa orðið hjá honum.