Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir nauðsynlegt að setja skýr lög eða reglur um það hver eigi að setja upp viðvörunarskilti á hættulegum ferðamannastöðum. Unnið er að því að hanna viðvörunarskilti fyrir Reynisfjöru í Mýrdal.

Þrír ferðamenn voru hætt komnir um síðustu helgi í Reynisfjöru þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga höfrungi sem hafði rekið á land.