Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik er að keppa í Evrópukeppninni um þessar mundir og mættu þær liði Slóvena 3. september. Íslensku stelpurnar töpuðu 69 – 94 en 16 stiga munur var í hálfleik þeim slóvönsku í vil. Þetta er þriðji leikur íslensku stelpnanna í keppninni og jafnframt síðasti heimaleikurinn en síðustu tveir leikir liðsins fara fram í Írlandi og í Svartfjallalandi.
Fanney Lind Guðmundsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir léku sinn fyrsta A-landsleik í körfuknattleik og eru þær fyrstu landsliðskonur Hamars frá upphafi.