Bjórinn Skjálfti, sem hefur verið seldur á Íslandi um skeið, er nú að leggja í landvinninga þar sem hafinn hefur verið útflutningur á honum til Danmerkur. Bjórinn mun koma á markað eftir helgi í verslunum Magazin Du Nord í Kaupmannahöfn. Þá mun COOP verslunarkeðjan í Danmörku selja jólabjór sem framleiddur verður hjá Ölvisholt Brugghús í Flóahreppi.