Látið blómin tala er sýning septembermánaðar í Listagjánni.
Regína Guðjónsdóttir frá Eyrarbakka heldur sýningu á blómamyndum sem eru málaðar með akrýllitum. Regína rekur Gallerý Regínu við Eyrargötu 36 á Eyrarbakka, en þar er að finna fjölbreytt handverk sem hún hefur málað og unnið. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin í Listagjá bókasafnsins er opin á afgreiðslutíma safnsins kl. 10-19 virka daga og kl. 11-14 á laugardögum í september. Þetta er sölusýning.