Gistinætur á hótelum í júlí voru 201.500. Í fyrra voru þær 196.800 og því er aukning um rúm 2 prósent.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem tekur upplýsingarnar saman ár hvert. Gistinótum fjölgaði í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjöldi þeirra stóð í stað á milli ára. Gistinóttum fjölgaði mest á Austurlandi, um 10 prósent en á Suðurlandi fjölgaði þeim um 8 prósent. Gistinætur á fyrstu sjö mánuðum árins voru 786 þúsund, samanborið við 766 þúsund í fyrra.