Hápunktur Ljósanætur í Reykjanesbæ er í kvöld. Hátíðin hefur gengið vel það sem af er og hafa fleiri gestir sótt hátíðina það sem af er en undanfarin ár. Fólk er beðið um að leggja bílum sínum við Reykjaneshöll eða Njarðvíkurvöllinn. Þaðan er svo strætó inní bæinn á korters fresti.

Ljósanótt var sett í 8. sinn á fimmtudaginn. Hátíðin hefur aldrei verið glæsilegri en nú né fleiri sótt hana, segir Ásmundur Friðriksson, verkefnisstjóri Ljósanætur.