Hásteinn ÁR og Geir ÞH byrja báðir með yfir 30 tonna löndunun. Annars einkennist þessi fyrsti listi af Skjálfandabátunum og Bugtarbátunum. Enn t.d Örn KE, Arnþór GK, Benni Sæm GK svo dæmi séu tekin eru allir í Bugtinni.
Athyglisvert er að sjá að Sæbjörg EA er strax kominn yfir 20 tonnin , enn Sæbjörgin EA er þónokkru minni bátur heldur enn aðrir bátar hérna á listanum. Þónokkrir SH bátar bætast í hópinn og einn af þeim er Steinunn SH, Báturinn landaði fyrsta róðri sínum í Ólafsvík, enn fór svo til Bolungarvíkur þar sem báturinn kom með 22 tonn.