Færri eru í atvinnuleit nú en á sama tíma í fyrra og enn vantar fólk til vinnu á ýmsum sviðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Capacent ráðninga sem á ekki von á að atvinnuleysitölur hækki hratt á næstunni.

Þrátt fyrir fréttir af samdrætti hjá fyrirtækjum og uppsagnir eru enn margir tilbúnir að ráða fólk í vinnu.