Föstudaginn 29. ágúst s.l. afhenti Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, félögum björgunarsveitarinnar Mannbjargar í Þorlákshöfn styrk sem bæjarráð samþykkti að veita sveitinni kr. 500.000.-.
.
Björgunarsveitin Mannbjörg vann mikið og gott starf í kjölfar jarðskjálftanna 29. maí s.l. og vilja bæjaryfirvöld sýna þakklæti sitt með þessu framlagi.