2. flokkur ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna 2008 með því að leggja Val að velli 3:1 í lokaleik sínum. Eyjastúlkur hafa bætt sig gríðarlega í sumar og fæstir áttu von á því að liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari í lok tímabilsins. En eftir slæma byrjun á Íslandsmótinu héldu stelpunum engin bönd og hver sigurleikurinn rak annan. ÍBV endaði í efsta sæti A-deildar með 27 stig, níu sigurleiki og aðeins þrjú töp, þar af tvö gegn Breiðabliki sem endaði í öðru sæti.