Í dag, mánudag, tekur 2. flokks lið ÍBV á móti Valsstúlkum. Hefst leikurinn kl. 17.00 á Helgafellsvellinum. Er þetta algjör úrslitaleikur fyrir Eyjastúlkur því beri þær sigur úr býtum verða þær Íslandsmeistarar á A-riðli. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri ÍBV 4-2 og eiga þær því góða möguleika í dag. Mætum öll á völlinn og styðjum okkar stelpur.