Í gærkvöldi var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út vegna elds á svæði sorpeyðingastöðvarinnar. Talsverður eldur var í gámi og öðru rusli þegar að var komið en vel gekk að slökkva eldinn. Mikill eldsmatur var á svæðinu og vaxandi vindur þannig að talsverð hætta var á að illa færi. Þetta var jafnframt þriðji bruninn eða íkveikjan sem vitað eru um í Eyjum um helgina.