Treg veiði hefur verið hjá þeim fáu síldveiðiskipum, sem reynt hafa fyrir sér í Síldarsmugunni á milli Íslands og Noregs að undanförnu. Eitt síldarskipanna, sem Fréttastofan náði sambandi við í morgun, er ekki komið með nema með 800 tonn af síld til bræðslu og 250 tonn af frystum afurðum eftir hálfs mánaðar útiveru.