37 ára gamall karlmaður frá Eyrarbakka var handtekinn um helgina vegna gruns um að hann hafi notfært sér ölvunarástand 13 ára gamallar stúlku og haft við hana samræði.
Maðurinn bauð stúlkunni og vinkonum hennar í samkvæmi á heimili sínu. Í samkvæminu var áfengi haft um hönd og fór maðurinn meðal annars í heitan pott ásamt stúlkunni og vinkonum hennar.