Nýtt fyrirtæki, Mýrdalssandur ehf., hóf rekstur í Mýrdalshreppi á líðandi sumri og er aðalstarfsemi þess að þurrka sand til sandblásturs.

Vinnslulína Mýrdalssands (sem þykir sérstakt augnayndi) og stendur vestan undir iðnaðarhúsi VíkurHúsa að Sunnubraut 21 í Vík og sendir frá sér gufubólstra þegar vinnsla er í gangi.