ÍBV er aftur komið í hóp þeirra bestu í íslensku knattspyrnunni. Í kvöld sigruðu þeir KS/Leiftur á Siglufirði 1-0 með marki Atla Heimissonar eftir um hálftíma leik. Og þar sem Selfoss tapaði kvöld fyrir Fjarðarbyggð, hefur ÍBV liðið þar að auki tryggt sér efsta sætið í 1. deild þótt það eigi eftir að leika tvo leiki.