ÍBV og Selfoss geta í kvöld tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð en næst síðasta umferð 1. deildar fer fram síðdegis.

ÍBV leikur gegn KS/Leiftri á útivelli en ÍBV er með 46 stig en liðið á þrjá leiki eftir á meðan önnur topplið eiga aðeins tvo leiki eftir. Selfoss er með 43 stig og ef liðið sigrar Fjarðabyggð á útivelli og Stjarnan tapar gegn KA á heimavelli þá eru ÍBV og Selfoss búin að tryggja sér sæti í efstu deild.