Trúnaðarmannaráð SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, krefst þess að launamunur milli starfsmanna ríkisins og starfsmanna á almennum markaði verði leiðréttur.

Í nýrri launakönnun SFR komi fram að munurinn sé nú allt að 27% milli sambærilegra stétta og að meðaltali 20%. Þessi munur sé óásættanlegur.