Starfshópur á vegum viðskiptaráðherra leggur til að ríkið greiði allt að 40% flutningskostnaðar framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni.

Þá mælir starfshópurinn með því að flutningsjöfnunarsjóður olíuvara verði starfræktur áfram.

Kostnaður við flutning á vörum til og frá fyrirtækjum sem starfa utan helstu þéttbýlissvæðis landsins háir mörgum framleiðslufyrirtækjum á landsbyggðinni.