Aðsókn hefur verið mjög góð eftir að sundlaugin í Þorlákshöfn opnaði þann 1. ágúst síðastliðinn.

Vatnalandið í innisundlauginni nýtur mikilla vinsælda yngri kynslóðarinnar og hafa u.þ.b. 13.600 gestir komið í laugina í ágústmánuði þar af um 7.000 um verslunarmannahelgina. Núna nýverið var einnig tekin í notkun ný rennibraut á útisvæði sem er mjög vinsæl.