Lionshreyfingin á Íslandi fékk í ágúst s.l. afhentan 10.000 US$ (810.000 kr.) neyðarstyrk “Emergency Grant” frá Alþjóðahjálparsjóði Lions LCIF, vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi 28. maí 2008.

Markmið þessa tegundar styrkja er að veita fyrstu hjálp til fórnarlamba náttúruhamfara, s.s. fellibylja, skýstróka, jarðskjálfta, eldgosa og snjóflóða.