ÍBV gerði í kvöld jafntefli gegn Njarðvík en leikur liðanna fór fram í Reykjaneshöll. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Njarðvíkurvelli en slæmt veður olli því að leikurinn var fluttur inn á gervigrasvöllinn í Reykjanesbæ. ÍBV hlaut þar með fyrsta stigið sitt á gervigrasi í sumar. Lokatölur urðu 2:2 en Njarðvíkingar komust tvívegis yfir í leiknum.