Í kvöld riðjudaginn 16. september, spilar Guðmundur Sigurðsson, organisti í Hafnarfirði og formaður Félags íslenskra organista, orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, Dietrich Buxtehude og Felix Mendelssohn-Bartholdy í Selfosskirkju.

Tónleikarnir eru hluti af Septembertónleikaröð kirkjunnar og hefjast kl. 20.30.

Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið í kaffi og nammi á eftir.