Þær Þórhildur Ólafsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Saga Huld Helgadóttir voru í dag valdar í lokahóp U-19 landsliðsins sem fer til Ísraels og leikur þar í Evrópukeppninni. Með Íslandi í riðli eru, ásamt heimastúlkum, lið Grikklands og Írlands. Stúlkurnar fara til æfinga á fimmtudag og til Ísraels á sunnudag. Tvö efstu lið riðilsins leika í milliriðlum sem leiknir verða í apríl á næsta ári.