Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar á Selfossi að tvær konur, sem taldar eru tengjast alvarlegri líkamsárás í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Konurnar voru úrskurðaðar í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Í gærkvöld úrskurðaði Héraðsdómur þrjá í varðhald vegna málsins, eina konu og tvo karla. Þau sitja einnig í haldi fram á föstudag.