KONCERTFORENINGENS Kor frá Kaupmannahöfn heldur tónleika í Skálholti, Akranesi, Reykholti og Reykjavík um helgina. Á dagskránni eru m.a. verk eftir tónskáldin Niels la Cour og Svend S. Schultz, Grieg og Báru Grímsdóttur.
Kórinn mun syngja í Skálholti föstudaginn 19. september kl. 20, á Akranesi í Safnaðarheimilinu Vinaminni laugardaginn 20. september kl. 12 í Reykholtskirkju sama dag kl. 16 og í Hallgrímskirkju í Reykjavík sunnudaginn 21. september, fyrst í guðsþjónustu kl. 11 og síðan á tónleikum að henni lokinni.