Karlakór Selfoss verður með opið húsi í Karlakórsheimilinu að Eyravegi 67 á morgun fimmtudag 18. september kl. 20:00 Vetrarstarf kórsins verður kynnt og heimasíða kórsins formlega tekin í notkun.

Nýir og gamlir félagar eru hjartanlega velkomnir og nú er stæði fyrir söngmenn í allar raddir.
Nú er kjörið tækifæri til að kynna sér hið öfluga starf kórsins sem auðgað hefur mannlíf á Suðurlandi um árabil.

Fyrsta æfingin verður mánudaginn 22. sept. kl. 20:00 – 22:30.