Vestmannaeyjaskipin hafa veitt rösklega þriðjung af heildar makríl­afla íslensku skipanna í sumar og haust. Alls nemur makrílafli allra íslensku skipanna liðlega eitt hundr­að þúsund tonnum og þar af eru Vestmannaeyjaskipin með rúmlega 35 þúsund tonn. Stærstur hluti aflans hefur farið í bræðslu og mjög gott verð hefur verið fyrir mjöl og lýsi. Því má segja að makrílinn hafi verið drjúg búbót fyrir útgerðar­fyrirtækin í Vestmannaeyjum.