Það hefur verið athyglisvert að fylgj­ast með framgangi mála í kjölfar útboðs á smíði nýrrar ferju til siglinga milli Bakkafjöru og Vest­mannaeyja. Reyndar hefur þetta mál og öll meðferð þess verið ákaflega sérstök og reyndar allt að því undarleg á köflum. Sumt hefur orkað tvímælis og annað er örugglega á mörkum þess að standast eðlilega stjórnsýslu og meðferð mála hjá hinu opinbera.