Héraðsdómur Suðurlands dæmdir í dag karlmann í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir ýmis brot, þar á meðal húsbrot, líkamsárás og vopnalagabrot.

Ákæra á hendur manninum var í átta liðum. Var honum gefið að sök að hafa í fyrra ruðst inn í íbúð í heimildarleysi og unnið þar skemmdir á hurðum. Þá var hann ákærður fyrir að slá mann og annan hnefahögg í andlitið á og við bar á Stokkseyri og fyrir að hafa sveifla trébarefli fyrir utan barinn sama kvöld.