Hin goðsagnakennda hljómsveit Mezzoforte sækir Vestmannaeyjar heim í byrjun október. Tilefnið er að taka upp efni í nýju og glæsilegu stúdíói í Vestmannaeyjum – Island studios – ásamt því að blása til tónleika. Það er óhætt að segja að koma hljómsveitarinnar til Vestmannaeyja sé sannkallaður hvalreki á fjörur tónlistaráhugamanna.