Óhætt er að segja að bók Sigurgeirs Jóns­sonar, Viðurnefni í Vestmannaeyjum, sem út kom fyrr á þessu ári, hafi hlotið blendnar viðtökur. Ritað hefur verið um bókina í blöðum og á netinu. Þar hafa sumir þeir sem fjallað hafa um bókina ekki sparað stóru orðin. Gísli Pálsson mannfræðiprófessor skrifaði langa grein um bók Sigurgeirs í Lesbók Morgunblaðsins og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingar ritaði einnig um bókina. Þeir fjölluðu einkum um efni hennar út frá eineltishugtakinu.