Blaðamaður Eyjafrétta skaust upp á Klif nú í morgun með Jóni Sighvatssyni, rafeindavirkja en enginn hefur farið jafn oft upp á fjallið og Jón. Eins og fram kom hér á vefnum fyrr í vikunni féll stærðarinnar bjarg úr Klifinu, líklega um 30 tonn að þyngd og endaði aðeins um meter frá vegslóða í Friðarhöfn. Nú er komið í ljós að bjargið klofnaði neðan úr kletti í fjallinu og skildi eftir sig um þriggja metra djúpan skurð.