Í hádeginu í dag var gerð áhugaverð tilraun þegar lifandi humar var fluttur flugleiðina frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og beint inn í hinn glæsilega veitingastað Veisluturninn, þar sem Eyjamaðurinn Sigurður Gíslason er allt í öllu. Sendingin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem sextán fyrirtæki taka þátt í, m.a. Vinnslustöðin, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Háskóli Íslands og Veisluturninn taka þátt í. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa bestu mögulegu tækni við flokkun og flutning á lifandi krabbadýrum frá veiðum til markaða í Evrópu.