Bæjarstjórn Árborgar vill láta kanna kostnað og hagkvæmni þess að gera jarðgöng undir Ölfusá í stað brúar sem á að reisa þar vegna flutnings Suðurlandsvegar.

Suðurlandsvegurinn kemur til með að enda í þeirri mynd sem við þekkjum hann skammt austan við Biskipstungnabraut um tveimur kílómetrum frá Selfossi. Hann á að taka beygju í átt að Helliskógi, skógræktar og útivistarsvæði Selfoss. Í 30 ár hefur staðið til að láta brúna yfir ána liggja yfir eyju, í miðri ánni. Skógræktin hefur tekið mið af þessu skipulagi og ekki plantað trjám á fyrirhuguðu vegstæði.