Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi boðar til uppskeru- og réttarsamkomu miðvikudagskvöldið 24. september nk. kl. 20:00 í einu af félagsheimilum sinna manna í Veitingahúsinu Hafinu bláa við Ölfusárósa.

Þakkað verðu gott og gjöfult sumar til lands og sveita og fagnað upphafi vertíðar til sjávarins. Á borðum verður rammíslensk kjötsúpa og þjóðleg hausastappa úr þorskhausum.