Selfyssingar gerðu hvað þeir gátu í lokaumferð 1. deildar í dag, unnu ÍBV 3:1 en allt kom fyrir ekki. Stjarnan sigraði Hauka örugglega. 1:5 í Hafnafirði og héldu þar með öðru sætinu sem þeir náðu í næst síðustu umferð deildarinnar og fylgja ÍBV upp í efstu deild. Sigur Selfoss var nokkuð sannfærandi en heimamenn komust í 3:0 áður en Arnór Eyvar Ólafsson minnkaði muninn á lokamínútunum. Eyjamenn fengu svo sigurverðlaunin fyrir að vinna 1. deildina í leikslok.