Deildarmeistarar ÍBV leika síðasta leik sinn í sumar þegar þeir sækja Selfyssinga heim á Selfoss. Að leik loknum fá Eyjamenn svo afhent sigurverðlaunin en ÍBV tryggði sér á dögunum sigur í 1. deild og um leið sæti í úrvalsdeild að ári. Selfyssingar hafa elt ÍBV í allt sumar og verið lengst af í öðru sæti en misstigu sig illilega í síðustu umferð og misstu sætið í hendur Stjörnunnar. Selfyssingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika á því að komast upp.