Fimmtudaginn 18. september 2008 voru ný hafnarmannvirki í Þorlákshöfn formlega tekin í notkun.

Framkvæmdir hafa staðið yfir frá árinu 2004.

Framkvæmdum við fiskiskipahöfn er þá formlega lokið samkvæmt því skipulagi sem lagt var upp með í byrjun síðasta kjörtímabils.