TVEIR litháískir karlmenn, sem nú sitja bak við lás og slá á Litla-Hrauni, verða væntanlega sendir til föðurlands síns í vikunni þar sem þeir munu ljúka við afplánun á dómum sem þeir hlutu hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Þetta eru fyrstu fangarnir sem sendir eru til Litháens samkvæmt samkomulagi við þarlend stjórnvöld.
Litháísk stjórnvöld samþykktu í febrúar að Litháar sem dæmdir eru til refsingar hér á landi taki út refsingu sína í heimalandi falli þeir undir ákvæði samnings Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna.