Tólf verktakar hafa sótt útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fjölnota íþróttahúss í Vestmannaeyjum. Opnað var fyrir útboðin fyrir viku síðan en tilboð verða opnuð 11. nóvember næstkomandi á skrifstofu umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja bæjar á Tangagötu 1. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fagnaði því hversu margir hafa sótt útboðsgögnin.