Íbúum er boðið til fundar þar sem höfundar greiningarskýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri fara yfir og kynna helstu niðurstöður um framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Árborg.

Fundurinn verður haldinn í Aðalsal Hótels Selfoss, mánudaginn 22. september 2008 og hefst kl. 20:00.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri.