Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum sem hafði í ýmis horn að líta í síðustu viku. M.a. þurfti að glíma við eignaspjöll, umferðaróhöpp og aðstoða ölvað fólk til síns heima. Lesa má dagbókarfærsluna hér að neðan.