Kór FSu hefur kosið sér nýja stjórn. Formaður er áfram Arna Lára Pétursdóttir. Aðrir í stjórn eru Viðar Stefánsson, Gunnlaugur Harðarson og Þorbjörg Matthíasdóttir.
Margt verðu á döfinni í vetur en næst eru það tónleikar 21. okt. í Selfosskirkju og 22. okt. í Skálholti. Kórinn mun þá flytja kirkjutónlist. Starfið gengur vel og hefur kórinn verið að syngja frammi í miðrýminu, Loftsölum, öðru hvoru og hefur það hljómað ágætlega. Kórinn tók einnig þátt í „FSu Festival“.